Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, júlí 03, 2005
 
Seint skrifa sumir en skrífa þó!!!

Ég fékk vinsamlega ábendingu hérna um daginn að ég hefði nú ekki staðið mig vel í blogginu undanfarið...og hefði nú endað með ansi niðudrepandi pósti! Hér með skal ég laga það :)Ég fékk sumarvinnu (mjög fljótlega eftir þennan póst) hjá umhverfisstofnun, þar er ég titluð með starfsheitinu "sérfræðingur"...hver hefði getað trúað því að maður yrði nokkru sinni titlaður það...heheh. Ég er að setja upp gagnagrunna fyrir fæðubótarefni og alls kyns aðra hluti, því þessa dagana aldeilis margir sem að vilja fá gagnagrunn upp fyrir sitt svið og hef ég því nóg að gera ;)

Eftir tvær vikur kemur svo að hinni langþráðu utanlandsferð minni!!! Ég er farin að hlakka mikið til að komast burt úr rigningunni hérlendis og fara bara að slaka á á frönsku ríveríunni... þetta á eftir að vera ljúft

Mikið hefur annars drifið á mína daga undanfarið.... við skvísurnar úr saumavélinni tókum þátt í róðrarkeppninni í reykjavíkurhöfn á sjómanna daginn og fengum silfur.... svo var það ÓVISSUFERÐ saumavélarinnar þ.s. haldið var á stykkishólm og farið í 3ja tíma kayaksiglingu um eyjarnar á breiðafirði, svo var endað á því að fara með ferjunni baldri útí flatey og þar voru "Nonna & Manna"-slóðir kannaðar og gist í hávaðaroki og kulda. Hreint út sagt frábær ferð!!! Svo er auðvitað búið að vera mikið um djamm glens og gaman!!!!!!!!!

Guðný Birna OUT!!!!!!!!!!!!!


fimmtudagur, apríl 28, 2005
 
Sárvantar sumardjobb!!!!!
Garg...þessa dagana er ég ekki sátt. Þar sem að ég er búin að vera að sækja um sumarvinnu hér og þar...og verð að viðurkenna að ég hef fátt heyrt. Vandamálið er að nú er maí alveg að bresta á og ég er ekki búin að fá svör frá mörgum stöðum og er því frekar svartsýn.
Hér með óska ég því eftir starfi ... ef að e-r hefur slíkt í sigtinu ;)


föstudagur, apríl 15, 2005
 
Ferðalag í sumar til þýskalands og frakklands ákveðið :)
Jæja þá er loksins allt komið á hreint ég mun halda af landi brott þann 17. júlí og eyða 4 dögum í karlsruhe hjá þeim stöllum hafrúnu og ríkeyju. Þann 20 verður svo haldið för áfram til nice á frönsku ríveríunni þar sem að ég verð á masterklass námskeiði í 2 vikur +nokkra daga aukalega. Svo verður haldið aftur til íslands þann 7. ágúst eftir 3ja vikna reisu....gagagaaaaa... ég er að deyja úr spennu :)

Annars er líka komin mikill spenningur í mig vegna júróvisjónsins :)... ég hef heyrt frá sumum sem að finnst ég vera að taka þátt fyrir austurríkis hönd... soltið fyndið... ég hefði sko ekkert á móti því að fá að taka þátt, það væri sko "a dream come true" :)


þriðjudagur, mars 08, 2005
 
Jæja enn ein helgin búin!! Djö hvað tíminn líður nú hratt. Þessi helgi var nú hin fínasta, á föstudagin fékk ég nokkra einstaklinga í mat og idolkveld. Jih hvað það er alltaf gaman af þessu idoli...svo í pásunni var skellt sér í singstar og einnig eftir keppning. Ég spái því að hún Hildur Vala eigi eftir að vinna þessa keppni og horfi sko spennt á úrslitaþáttinn. Eftir idol og smá söngl í singstar þá var ferðinni heitið niðrí bæ á grand rokk að hlusta á nokkrar hljómsveitir og auddað var haldið áfram langt fram á nótt :) Á laugardeginum var ég svo alveg obboslega góð við mig og leyfði mér að horfa á 6-seríu af "sex and the city"...omg hvað þessir þættir eru mikil snilld...hefði getað horft á miklu fleiri án þess að verða nokkuð þreytt á þessu.

Ég var nú að lesa blaðið í gær og komst að einu mjög merkilegu... það er bara hægt að fara á skíða...what!!! Þetta þýðir það að ég ætla að stefna á brekkurnar um helgina :)


miðvikudagur, mars 02, 2005
 
Tónleikum lokið!!!
Úff púff núna er tónleikunum lokið, og þar með stressinu mínu. Verð þó að viðurkenna að ég var barasta asskoti róleg þar til svona 30 mín fyrir tónleika, og skal ég nú segja ykkur það að það er MIKIL framför :) Þetta gekk svo bara ágætlega, mar er alltaf að bæta sig....en auddað var ekki allt eins og ég vildi hafa það, en það er það held ég aldrei!
Í dag er gamla settið svo á leiðinni enn eina ferðina til kanaríeyja, það mætti sko halda að það væri ekki til neinn annar sólarstaður en það. En það verður aldeilis fínt að hafa húsið fyrir sig (og lítla bró) í rúmar tvær vikur :)


sunnudagur, febrúar 27, 2005
 
Vor í lofti!
Vá hvað það er nú búið að vera æðislegt veður undanfarna daga, hlýtt og gott og sólin er barasta búin að skína dálítið... ég hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu þ.e. ég vil endilega reyna að komast meira á skíði en ég er nú í þessum hlýindum farin að hugsa til þess að fara að taka línuskautana fram :)
Ég skellti mér í gær í útskriftarveisluna hjá ríkey og eftir það á alveg stórskemmt spilerý hjá hljómsveitinni jágúar og e-rs techno-jazz-bands frá parís. Þetta var alveg svakalega flott og skemmtilegt.
Í dag gerðist maður svo bara duglegur og var mætt í ræktina snemma, ekki slæmt hjá tjellingunni og svo er nú bara stefnt á smá dugnað í lærdómi. Ég er svo að vonast til að ég hafi e-rt þol í óskarsverðlaunahátíðina í nótt....en reynslan er alltaf sú að ég lek útaf um kl. 1....alger hæna


laugardagur, febrúar 26, 2005
 
Kraftaverk!!!
Já ég aldeilis kom sjálfri mér á óvart um daginn þegar að ég komst að því að ég get borðað lax. Ég er ein af þeim manneskjum sem að aldrei hef getað borðað fisk og varð ég því auðvitað mjög glöð þar sem að ég veit að fiskur er svo góður fyrir mann :) Já kraftaverkin gerast enn...hver veit nema að ég geti bráðum borðað silung....Jih þetta er svo spennandi.

Í gær hélt ég mig heima við alveg límd við skjáinn....þetta idol tekur alveg af manni alla löngun að fara úr húsi á föstudagskvöldum. Keppnin er orðin svo hörð að maður er alveg með í maganum yfir cöttunum.... en það verður að segjast að allir séu alveg svakalega góðir. Seinustu cött eru þó búin að vera alveg sanngjörn, en ég hef trú á því að allir fái e-ð að gera eftir keppnina.

Í kvöld verður svo kíkt í útskriftarpartý hjá henni Ríkeyju og svo ætla ég að skella mér á Nasa að hlusta á Jagúar spila.



Powered by Blogger