Hafnarfjarðarmærin
mánudagur, nóvember 29, 2004
 
Vei vei vei... í dag varð ég stoltur eigandi nýrra gleraugna :) Oh, það er ekkert skemmtilegra en að fá ný gleraugu þar sem að ég hef nú þurft að ganga með þau tól í 22 ár, eða frá því að ég var tveggja ára kríli. Ég fékk nú ný gleraugu fyrir rétt rúmu ári, en klunnanum mér tókst að brjóta þau í ágúst og er því búin að vera að notast við eldgömul gleraugu sem að voru nú alls ekki nógu góð.
Áðan gerðist ég einnig það kræf að ég keypti mér flugmiða til Ísafjarðar, þar sem að ég ætla að eyða árámótunum með dóru. Það verður gaman að sjá ísafjörð að vetri til þar sem að ég hef einungis heimsótt staðinn á vorin til þess að taka þátt í árlegri róðrarkeppni.
Um daginn skelltum við stelpurnar okkur á tónleika með Beach-Boys... ég verð nú að viðurkenna að þeir kallar slógu aldeilis í gegn...það er nú meira hvað þeir eiga mörg og skemmtileg lög!!! Það var sko ekki leiðinlegt að dilla sér við sólartóna og gleyma í smástund snjónum og hálkunni úti.
Þessa dagana er ég svo komin í próflestur, og lýkur honum ekki fyrr en 20. des....en þá verður bara tekið á því eins og svo oft áður að versla allar jólagjafir og undirbúa jólin. Einnig er ég að fara að syngja í brúðkaupi á laugardaginn, ég er búin að vera ansi kvefuð undanfarið en sem betur fer er það allt að hverfa...og það ekki seinna vænna!!! Vonandi á allt eftir að ganga glimrandi (ég krosslegg allaveganna fingur)




Powered by Blogger