Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, mars 02, 2005
 
Tónleikum lokið!!!
Úff púff núna er tónleikunum lokið, og þar með stressinu mínu. Verð þó að viðurkenna að ég var barasta asskoti róleg þar til svona 30 mín fyrir tónleika, og skal ég nú segja ykkur það að það er MIKIL framför :) Þetta gekk svo bara ágætlega, mar er alltaf að bæta sig....en auddað var ekki allt eins og ég vildi hafa það, en það er það held ég aldrei!
Í dag er gamla settið svo á leiðinni enn eina ferðina til kanaríeyja, það mætti sko halda að það væri ekki til neinn annar sólarstaður en það. En það verður aldeilis fínt að hafa húsið fyrir sig (og lítla bró) í rúmar tvær vikur :)


sunnudagur, febrúar 27, 2005
 
Vor í lofti!
Vá hvað það er nú búið að vera æðislegt veður undanfarna daga, hlýtt og gott og sólin er barasta búin að skína dálítið... ég hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu þ.e. ég vil endilega reyna að komast meira á skíði en ég er nú í þessum hlýindum farin að hugsa til þess að fara að taka línuskautana fram :)
Ég skellti mér í gær í útskriftarveisluna hjá ríkey og eftir það á alveg stórskemmt spilerý hjá hljómsveitinni jágúar og e-rs techno-jazz-bands frá parís. Þetta var alveg svakalega flott og skemmtilegt.
Í dag gerðist maður svo bara duglegur og var mætt í ræktina snemma, ekki slæmt hjá tjellingunni og svo er nú bara stefnt á smá dugnað í lærdómi. Ég er svo að vonast til að ég hafi e-rt þol í óskarsverðlaunahátíðina í nótt....en reynslan er alltaf sú að ég lek útaf um kl. 1....alger hæna



Powered by Blogger