Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, september 17, 2004
Góðann dag og gleðilega helgi!!!
Jæja núna er enn ein skólavikan búin og helgin að taka við. Ég held að þessi helgi verði bara tekin rólega og nýtt til lesturs og lærdóms... og svo þarf maður að æfa sig í söngnum og undirbúa söngtíma, þar sem að ég er komin með einn nemanda (soltið spennó).
Ég er búin að fjárfesta mér í miðum á Damien Rice tónleikana sem að verða á fimmtudaginn og hlakka ég mikið til :) Hann er alveg einstaklega flottur tónlistamaður.
Í gær byrjaði svo nýja uppáhaldsserían mín Alias, jeminn hvað þetta er alltaf jafn spennandi... en ég verð að viðurkenna að ég er vön á að vera að horfa á þettaí maraþoni, svona 6-8 þætti í senn og fannst þetta því heldur stuttur þáttur og var alls ekki nógu sátt við að vera skilin eftir svona alveg í lausu lofti. En ég bíð spennt ettir næsta þætti.
En jæja ... vonandi hafiði það gott um helgina