Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, október 15, 2004
 
Skrýtinn dagur!!!!!!!!!
Jeminn eini, þessi dagur er búin að vera einn sá furðulegasti ever. Þannig er mál með vexti að við stelpurnar héldum saumaklúbb saumavélarinnar í gær, sem bæ ðe vei var með jólaþema (svolítið snemmt, en mjög gaman). Við entumst auðvitað lengi við MJÖG málefnalegar umræður, og þegar heim var komið gat ég með engu móti sofnað. Eftir mikið brölt og sjónvarpsgláp tókst mér loksins að sofna, eiginlega bara til að fá e-rja fjandans martröð :S. Þannig að segja má að mér hafi varla komið dúr á auga í nótt og mætti ég því alveg grútmygluð í skólann í morgun.
Svo þegar að ég var á leiðinni heim, þá hafði mér til mikillar undrunar borist símtal frá IKEA þar sem að fallegi bókaskápurinn sem að ég hef beðið eftir í tæpa tvo mánuði væri kominn til landsins. Þetta fannst mér svolítið skemmtilegt þar sem að í gær þá lagði ég leið mína í IKEA að tékka á þessu og þá sagðist afgreiðsludaman engin gögn hafa um að þetta ætti nokkurn tímann að koma, og hvað þá um pöntunina mína...grrr.. En jæja ég tók gleði mína aftur þegar að ég komst að því að þetta væri allaveganna komið. En viti menn...auðvitað skellti ég mér aftur í búðina OG ekki fannst þetta..... Ég var alveg að því komin að garga úr frekju inní búðinni, en eins og endranær benti ég þeim bara á að ég væri orðin "svolítið" þreytt á þessu. En enn held ég í vonina að þetta fari allt saman að komast í lag...verð bara að tékka á þessu eftir helgi sögðu þau...krossleggið bara fingur fyrir mig :)
Eftir þessa leiðinlegu verslunarferð þá kom ég heim á ný og ákvað að kigga á pósthólfið mitt.... og viti menn ...mín fékk bara tvo miða að sjá sweeney todd, og ákvað því að bjóða henni móður minni með að sjá þetta, enda hefur hún mikið talað um að vilja sjá þessa sýningu. Þannig að ég hef aldeilis tekið gleði mína á ný :)
Þessi helgi á bara að vera róleg og góð hjá mér... ekkert svaðlegt djamm eins og um þá seinustu :S.... bara lærdómur og áhorf á masterclass-námskeið uppí söngskóla.
Gleðilega helgi :)




Powered by Blogger