Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, apríl 09, 2004
Hamingjuoskir til alllra ammælisbarnanna seinustu daga :*
Gleðilega helgi gott fólk!!! Þessa önn er ég alveg einstaklega heppin að vera ekkert i skólanum á föstudögum, og hef því þriggja daga helgi (ekki slæmt). Þannig að í gær tókum við dágott djamm með bekkjasystur okkar :) Undanfarið erum við búnar að vera að vinna með "Buisness Project" í hönnunarkúrsinum okkar, vanalega er maður ekki spenntur með heimaverkefni í skólanum... en mæ god.... þetta er eins og versti tölvuleikur. Málið er að við fengum fyrirtæki í hendurnar sem undanfarið hafði verið rekið með tapi og stóð í -21,8 milljónum þegar að við tókum við því. Verkefnið okkar snýst svo um að koma þessu fyrirtæki á réttan kjöl á þremur cyclum (þremur árum) með því að fjárfesta viturlega. Hópurinn okkar dóru er búinn að standa sig alveg gífurlega vel og er kominn vel yfir það sem instructor gat gert eftir 2 ár, erum komin i rúmlega 15 milljóna gróða. Og nú bíðum við spennt eftir útkomu á lokahring okkar..... já eg verð að viðurkenna að þetta er eitt það snilldarlegasta heimaverkefni sem að ég hef gert :) Nú erum við bara með krosslagða fingur og vonumst til að koma út á toppnum.
Um seinustu helgi kláruðum við dóra "A midsummers nightdream" kúrsinn okkar, sem fólst í uppsetningu leikritsins fyrir utan bokasafnið okkar hér á Campus. Oh, þetta var bara alveg svakalega gaman og vel heppnað að því sem ég best veit. Allir íslensku krakkarnir komu auðvitað að kigga á okkur dóru, og vorum við með smá suprise fyrir þau í lokin.....við álfarnir sungum saman "Sofðu unga ástin mín" á þess að nokkur vissi. Það var svo ógeðslega skrýtið að þeirra viðbrögð voru að hlæja sig máttlaus....og verð ég að viðurkenna að ég átti ansi bágt með sjálfa mig.
Nú erum dóra líka byrjaðar í sundi, það versta er að við komumst ekki í neitt nema "Elementary Swimming"... og verð ég að segja að þetta er Byrjendakúrs með stóru B-i, kennarinn er að kenna skriðsundstökin og öndun. Jah, það er svolítið skrýtið að vera í svona eftir að hafa æft sund í þó´nokkur ár. En það góða er að maður byrjar alltaf á e-rju skokki í lauginni og solleiðis, þ.a. maður fær nú e-ð útúr þessu :)
Núna í dag er planið að læra aðeins og svo ætlar Rose vinkona okkar úr skólanum að taka okkur kellurnar í verslunarleiðangur downtown. Ah það verður fínt, þar sem að minni er aðeins farið að vanta e-r sumarföt :) Og svo er stefnt á heljarinnar parýi hja Oddgeiri í kvöld.
Svo er þvílík spenna fyrir sunnudaginn þar sem að ég á páskaegg, sem að ég hef nú ekki fengið lengi. Og svo verður þvílíkur fjöldi manns hér i matarboði um kvöldið..... svaka spenna.
En jæja ég verð að hætta í bili.... kveð með góðum myndum fra Firestone-Vineyard :)
mánudagur, apríl 05, 2004
Arrggghhh..... tölvur eru handbendli djöfulsins!!!!
Nuna er tölvan sem að eg er með herna uti að öllum likindum onyt...allaveganna harði diskurinn :( Afleiðing þeirra leiðinda er að eg er að öllum likindum að fara að kaupa mer mina eigin tölvu, sem er alls ekki svo slæmt en kannski heldur dyrt!
Skolinn er byrjaður alveg með storu BANGI, hönnunarkursinn okkar kominn a fullt flug en hitt er að lallast af stað. Við erum einungis i tveimur verkfræðikursum, first aid, tennis og annað hvort sundi eða siglingum, það kemur i ljos a morgun hvort að það se plass fyrir okkur doru i siglingunum. Svo er min að fara að skella ser a nuddnamskeið a þriðjudagskvöldum með siggu, maju og joni.... ah við verðum þvilikt goð i þessu bratt og aðeins gott folk fær að finna fyrir "the magic hands" ;)
En ja eg verð að segja ykkur meira fra Hawaii bratt!! Eg segi betur fra þessu um leið og eg kemst betur i tölvu og get sett e-rjar myndir inn.
En eg kveð i bili vonandi komast tölvumal fljott i gagnið aftur :)