Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, júlí 02, 2004
 
Ég áhá bíhíl :)
Oh, ég er að springa úr hamingju!! Í gær keypti ég mér bíl, Hyndaii Accent '98, flöskugrænan og svakafínann. Jamm nú er aðeins auðveldara að komast á milli staða, sérstaklega þar sem að ég er farin að vinna aukalega á litlu fansý hóteli í Reykjavík.
Á morgun er stefnt á útilegu með krökkunum í verkfræðinni, maður getur ekki sagt annað en að manni hlakki bara aldeilis mikið til, þetta á eftir að vera algert stuð.
Annars er ekkert svakalega mikið af mér að frétta, lífið er svo til dottið í fastar skorður.
Að lokum óska ég öllum bara gleðilegrar helgar :)



Powered by Blogger