Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, júní 11, 2004
 
Nú er skuggalega mikið farið að styttast í heimferð
Úff púff, núna undanfarna daga er maður aldeilis búin að vera á fullu að gleypa heiminn áður er að heim verður farið. Í gær skelltum við okkur í rennibrautargarð í útjaðri LA, þetta var hinn snilldarlegasti garður...og allir sem þekkja mig ættu nú að vita að ég var ekki tilbúin að fara heim þegar að liðið vildi. Garðurinn var uppfullur af skemmtilegum brautum, fyrir utan eina sem að skóf af mér olnbogana... svo var ein alveg snilldarleg, hún snerist eiginlega um það að fjórir fóru saman í fjögurra manna kút og var hent niður bratta braut og endað var í einskonar klósettskál. Þannig að nú veit ég hvernig er að vera sturtað niður klósettið. Ég var alger hetja og sá um allan akstur í þessari ferð... þrátt fyrir að villast aðeins...en uss.. við tölum ekki um solleiðis.
Í dag var svo skellt sér í allsherjar verslunarleiðangur í outlet markað sem er í um 45 mín ökufæri héðan. Þessi ferð var aldeilis vel nýtt og náði maður að kaupa næstum því allt sem að upp á þurfti ;) Og viti menn ég er enn kunnugri hraðbrautunum ettir daginn í dag líka.
Morgundagurinn er einnig uppbókaður. Við byrjum á því að fara að sjá bekkjarfélagana útskrifast og svo verður haldið niðrá strönd í útskriftarveisluna hennar Rose. Eftir útskriftarveisluna verður svo allsherjar íslendingagrillveisla og partý. Ekki leiðinlegt það. Svo á sunnudaginn er verið að tala um að hafa strandardag eða að planta sér í e-rn park, og fara í leiki og grilla og allskyns stuff.
Jáh, það má með sanni segja að mér á sko aldeilis ekkert eftir að leiðast fram að heimför.... og til að lina þjáningar mínar á 17 klst heimferð minni... þá ætla ég bara að skála fyrir ammælinu hans bjarka hennar dóru!


þriðjudagur, júní 08, 2004
 
Jibby og jei... eg er buin i profum!!!!
Jaeja loksins kom nu ad tvi ad allt skolastuff er buid, fyrir utan eina kynningu a morgun :)Tad verdur nu alls ekki slaemt, tar sem ad vid naum bara ad kvedja alla og svo aetlar professorinn ad fara med okkur a kra og bjoda a linuna... ekki slaemt tad :) Vid vonumst bara ad komast inn....tar sem ad log i tessu fylki hljoda upp a ad engin skilriki eru tekin gild nema ad tau seu kaliforniu-skilriki.... frat, t.a. tau neita ad taka vegabrefin okkar. Tetta er nu samt verst herna i goleta tar sem ad Isla Vista hverfid er stadsett.... tad er svona hverfi sem einungis studentar bua i, fra aldrinum 18-2? En ja mer finnst tetta samt ansi asnalegt.... en svona er crazy america!!!!
Nu eru einungis 5 dagar ettir og verda teir vel nyttir... a fimmtudaginn verdur haldi i rennibrautargard og svo a fos verdur VERSLAD. A lau er svo utskriftin hja krokkunum, vid aetlum ad fylgjast med ollu og fara svo i veislu :)
Annars verdur madur ad drifa sig heim og taka til....tar sem ad dora er ad fa gesti i kveld og fraenklingarnir eru ad fara ad yfirgefa hreidrid....snokt snokt!!!! Vid erum ad fara i grillveislu i kveld med ollum islendingunum....jamm nu er sko nog ad gera :)



Powered by Blogger