Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, júlí 03, 2005
 
Seint skrifa sumir en skrífa þó!!!

Ég fékk vinsamlega ábendingu hérna um daginn að ég hefði nú ekki staðið mig vel í blogginu undanfarið...og hefði nú endað með ansi niðudrepandi pósti! Hér með skal ég laga það :)Ég fékk sumarvinnu (mjög fljótlega eftir þennan póst) hjá umhverfisstofnun, þar er ég titluð með starfsheitinu "sérfræðingur"...hver hefði getað trúað því að maður yrði nokkru sinni titlaður það...heheh. Ég er að setja upp gagnagrunna fyrir fæðubótarefni og alls kyns aðra hluti, því þessa dagana aldeilis margir sem að vilja fá gagnagrunn upp fyrir sitt svið og hef ég því nóg að gera ;)

Eftir tvær vikur kemur svo að hinni langþráðu utanlandsferð minni!!! Ég er farin að hlakka mikið til að komast burt úr rigningunni hérlendis og fara bara að slaka á á frönsku ríveríunni... þetta á eftir að vera ljúft

Mikið hefur annars drifið á mína daga undanfarið.... við skvísurnar úr saumavélinni tókum þátt í róðrarkeppninni í reykjavíkurhöfn á sjómanna daginn og fengum silfur.... svo var það ÓVISSUFERÐ saumavélarinnar þ.s. haldið var á stykkishólm og farið í 3ja tíma kayaksiglingu um eyjarnar á breiðafirði, svo var endað á því að fara með ferjunni baldri útí flatey og þar voru "Nonna & Manna"-slóðir kannaðar og gist í hávaðaroki og kulda. Hreint út sagt frábær ferð!!! Svo er auðvitað búið að vera mikið um djamm glens og gaman!!!!!!!!!

Guðný Birna OUT!!!!!!!!!!!!!



Powered by Blogger