Hafnarfjarðarmærin
laugardagur, maí 08, 2004
Mín er barasta á leiðinni til Vegas!!!
Þessa stundina sit ég heima og er að bíða eftir að stelpurnar komi og nái í mig, og svo er ferðinni heitið til Las Vegas :) God, hvað ég hlakka til að sjá þetta, þetta er e-ð svo öfgafullt. Maður verður nú að fara í casino og rússibana og alles.
Í gær vorum við að skila stóru verkefni í hönnunarkúrsinum okkar, vorum að hanna seperation system fyrir benzene chlorination verksmiðjuna okkar. Þetta var auðvitað svaka vinna og vorum við vakandi næstum alla nóttina, og hreinlega búnar að vera á FULLU. En þetta hófst allt saman...og beint eftir skýrsluskil þá skelltum við dóra okkur á happy hour með krökkunum í skólanum... það er aldrei slakað á. Svo í gærkveldi fórum við með Rose vinkonu okkar í ammælispartý hjá vini hennar, þetta var svona "Heaven & Hell party"...þ.e. annað hvort áttirðu að vera slutty engill eða your worst sin. Ég auðvitað ákvað að vera bara ég...þar sem að ég fell í báða þessa flokka :) Annars var mjög fyndið að fara í svona alvöru partý....og ó já þó nokkrir voru ansi slutty.
En jæja ég kveð í bili....roadtrippið er að byrja
mánudagur, maí 03, 2004
Snilldartónlistarhátíð!!!
Jamm það er ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið alger SNILLD.
Á föstudeginum lögðum við af stað héðan úr Santa Barbara um 8 leytið, og lá leið okkar niðrá LAX flugvöll að pikka upp Halla bróður hennar Maju. Og því næst var haldið til Indio, sem er lítill bær í eyðimörkinni rétt fyrir utan Palm Springs. Ökuferðin frá LA að tónlistarhátíðinni tók nú aldeilis tíma, lentum í vegaframkvæmdum og veseni og svo tóku við raðir á tónleikasvæðinu. Svo um 6 leytið náðum við svo að tjalda og gátum lúrt okkur í rétt rúmann klukkutíma áður en að hitinn í tjaldinu varð
óbærilegur. Um hádegið byrjuðu svo herlegheitin, alls voru 5 svið á svæðinu svo að það var um nóg að velja. Fyrsta daginn hlustuðum við nú á þó nokkur bönd og þar má helst nefna Pixes, sem slógu gersamlega í gegn og svo Radiohead, ó vá segi ég bara þeir voru alger ÆÐI. Kvöldið endaði svo á húmoristunum í Kraftwerk, þeir héldu klst langa tónleika, með svona myndasjóvi eins og þeim einum er víst lagið og stóðu eins og styttur á sviðinu á meðan. Veðrið þennan dag var algjör steik, við svitnuðum eins og svín, og held ég að ég hafi aldrei drukkið jafn mikið af vatni á einum degi :)
Daginn eftir vöknuðum við síðan í enn meira hitabaði en á deginum á undan og pökkuðum saman. Við keyrðum svo niðurettir til Palm Springs til Önnu og Palla, þau yndin voru með hótelherbergi og buðu okkur að koma og sturta okkur, gvuð ekki veitti nú af.... Takk fyrir það, þetta var alger lifesaver :) Síðan skelltum við okkur í miðbæinn þar og fengum okkur mexikanskan mat í hádeginu. Því næst var brunað af stað á tónleikana. Hitinn var rokinn uppúr öllu valdi, var kominn í 44 gráður og getur maður ekki sagt annað en að maður hafi verið að leka niður. En á meðan við stóðum í röðinni á leið inná svæðið þá keyrir slökkviliðsbíll uppað og spreyjar yfir þvöguna, það var nú alveg ágætt að láta bleyta aðeins uppí sér :) Við náðum akkúrat inn á svæðið til þess að hlusta á Muse, sem að var nú asskoti skemmtileg og svo tók við ansi skemmtilegur dagur sem endaði með spili frá AIR, Mogwai og Cure. Lagt var af stað heim frá svæðinu um miðnætti og vorum við komin heim á mettíma, eða um kl. 4 í nótt. Ég er asskoti dösuð eftir þessa frábæru helgi og býst sko við að sofna snemma og sofa vel. Annars henti ég inn nokkrum myndum af helginni ef að þið viljið skoða. Góða nótt :)