Hafnarfjarðarmærin
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Góðann daginn !!! Síðan frá hestaferðinni fyrir viku síðan hef ég verið að berjast við kvef...alltaf jafn heppin og það þegar að æfingar fyrir tónleika standa sem hæst ;) En þetta er nú eiginlega alveg horfið úr systeminu þannig að ég ætti nú að hrósa happi að vera ekki kvefuð á meðan á tónleikunum stendur. Þessir blessuðu tónleikar sem að verða haldnir 1. mars eru fyrstu tónleikarnir mínir í 2 ár....og ég verð að viðurkenna að ég er nú bara farin að hlakka til, ótrúlegt en satt :)
Helgin var bara aldeilis fín hjá mér, á föstudeginum fór í í matarboð slash idol-partý og á laugardeginum var það enn annað matarboð og spilakveld. Þar sem að ég er nú alger idol-fan þá missi ég sko ekki af þætti....þetta er svo fjandi skemmtilegur þáttur. En já nú er þessi keppni aldeilis orðin spennandi...það er svo erfitt að henda e-rjum út.