Hafnarfjarðarmærin
mánudagur, desember 27, 2004
GLEÐILEG JÓL!!!!
Góðann daginn og gleðilega hátíð...það er nú ansi langt síðan að ég skrifaði e-ð á þessa blessuðu síðu mína. Ástæðan er nú kannski sú að ég er búin að vera í prófum og svo komu blessuðu jólin sem að eru búin að veita mér þá ánægju að lesa, borða og horfa á sjónvarpið í óeðlilega miklu magni....og vera í náttfötunum frameftir, það er bara gott og blessað á fá svona tíma einu sinni á ári.
Ég lenti í smá veseni með að koma jólakortunum út, þ.a. ég sendi bara jólakveðjuna hérna :) Skoh þannig er nú mál með vexti að ég held mig alltaf við það að vera alveg einstaklega seinheppin manneskja, í þetta skiptið lenti ég í því að læsa lyklana mína inní bílnum með öllum jólakortunum og parti af forrétti kveldsins. Það var nú meira klúðrið að hafa ekki átt aukalykla af kerrunni sinni...en sem betur fer er til svona opnunarþjónusta sem að opnaði bílinn minn svo að kveldið reddaðist nú :)
Í gær var ég að spila eitt spil sem að ég fékk í jólagjöf, Sequence, sem að er alveg mega skemmtilegt spil sem að ég mæli hiklaust með. Um miðnætti ca vorum við vinkonurnar svo plataðar að koma á ball....þar sem að tveir aukamiðar voru til staðar. Það fyndna við þetta ball var að hljómsveitin sem að var að spila var skítamórall (uppáhaldshljómsveitin mín í heimi...eða ekki)....þetta var svolítið fyndið, minnti mig aðeins á böllin sem að maður var að svindla sér inná þegar að maður var 16 ára. En þetta var bara góður húmor!!!!
En í kvöld er stefnt á saumó og svo verður bara spilað og skemmt sér fram að brottför til ísafjarðar þar sem að á víst að vera dúndurstemming :)