Hafnarfjarðarmærin
mánudagur, ágúst 30, 2004
 
Snilldarleg helgi
Já það má með sanni segja að þessi helgi hafi verið aldeilis skemmtileg. Á föstudaginn hélt hún guðný vinkona mín uppá kvartaldarafmæli sitt, og mér til mikillar gleði þá var þetta grímupartý. Ég endaði á því að vera kisi þar sem að kassarnir mínir eru ekki ennþá komnir frá kaliforníunni, og þar liggur hawaii búningurinn minn. Þetta var alveg brilljant partý og lang lang flestir voru svo snilldarlegir að mæta í búningum þarna mátti sjá páfann sjálfann, sebrahest, 50 cent & G-unit, kærleiksbjörn, ísbjörn o.fl. o.fl. Ég sting nú kannski nokkrum myndum úr partýinu á myndasíðuna mína næstu daga :)
Í gærkveldi buðum við systurnar svo mömmu í leikhús að sjá "Rómeó og Júlíu", VÁ segi ég bara... þetta var alger snilld. Ég var búin að heyra svo góða hluti um þessa sýningu að ég var svolítið hrædd um að verða fyrir vonbrigðum...en nei svo alldeilis ekki. Ég hvet alla þá sem ekki hafa séð þetta snilldarverk að drífa sig, ekki eru margar sýningar eftir.
Svo er nú eitt ekki af verri endanum...frá deginum í dag er ég stoltur eigandi árskorts í sport-bað- og þrekhúsinu. Nú á að nýta tímann og koma sér í betra form.
En jæja... skólinn er að byrja á morgun, og ótrúlegt en satt þá er ég bara orðin svolítið spennt. Spenningurinn fyrir því loksins að komast í söngtíma líka er alveg hreint óbærilegur.
En untill next time
túddilú




Powered by Blogger