Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, september 24, 2004
 
Snilldarlegir tónleikar!!!
Í gær skellti ég mér á tónleika með írska tónlistamanninum Damien Rice, og voru þetta alveg frábærir tónleikar. Það er ekki annað hægt að segja nema að hann sé alger snillingur, með honum söng ein stúlka að nafi Lisa... og voru þau alveg að meika það. Eftir mörg snilldarleg lög luku þau svo tónleikunum, en auddað voru þau klöppuð upp og voru þau í ca 45 mín á sviðinu eftir það. Mikil mannmergð var á tónleikunum, og komust mun færri að en vildu, enda seldist upp á 20 mín.... Núna loksins fékk ég svo að sjá almennilega fræga manneskju, hana Juliu Stiles sem að var meðal tónleikagesta. Ég sem var í kaliforníu í 6 mán, og bjóst nú við að hitta e-rja fræga þar (s.s. justin timberlake)...en nei í miðbæ reykjavíkur má finna marga stórlaxa :)
Í vikunni er ég svo búin að skella mér tvisvar í bíó, enda alveg hellingur sem að manni langar að sjá. En þetta var alger "Chic-flick" bíóvika, farið var að sjá DÍS og The Notebook. Dís var alveg mergjaðslega fyndin og skemmtileg... ekki passaði alveg allt við bókina, en ég var mjög sátt við hana (bið fólk endilega að taka eftir nemendaskrár-atriðinu, þetta ætti að vera tilnefnt til óskarsverðlauna :)). Notebook var einnig alveg einstaklega falleg mynd... svona svolítil kjellingamynd, en hver hefur svosum ekki gott af því af og til að fara á alvöru grenjumynd :)
Í dag eftir skóla var svo skellt sér aðeins upp í grafavog í Egilshöllina, þar skellti ég mér ásamt sigrúnu og viktoríu á skauta.... og jeminn við slógum svo í gegn. Við vorum svona LANG elstar fyrir utan tvær mæður sem að voru með börnunum...örugglega að reyna að hafa e-ð að gera fyrir krakkana núna þar sem að enginn skóli er. En já ég held að við stúlkurnar gætum orðið alveg smellgóðar með góðri æfingu!
En annars óska ég bara enn og aftur öllum góðrar helgar!!



sunnudagur, september 19, 2004
 
Jeij...beach boys bara að fara að mæta til landsins :)
Það er nú meira hvað er mikið af alls kyns atburðum í gangi hér á landi.... fullt af erlendu hæfileikafólki hefur lagt leið sína hingað og held ég barasta að aldrei hafi jafn margir heimsfrægir hljómlistamenn komið hingað til lands á einu ári. Þetta er alls ekki slæmt, nema þá fyrir budduna...og svo er nú ekki lítið að gerast í íslensku leikhúsunum...jeminn það er svooo margt sem að ég á eftir að sjá:

1. Daimien Rice er á fimmtudaginn
2. Svo er airwaves nú að fara að tröllríða öllu 20-24 okt, það þarf maður að kigga á fullt...ætla pottþétt að sjá keane og vestufirsku strákana í nine-elevens... og svo er helling meir sem að vert er að skoða
3. svo eru það leiksýningarnar
-Edith Piaf, algjört möst að sjá....fer að panta miða nú þegar
-Paris at night, held að það sé líka önnur eins snilld
-Chicago, sem að mig langaði ekkert svakalega að sjá, en hef heyrt svoooo góða hluti
4. og svo er nú hellingur um að vera í óperunni í vetur...mar getur nú kannski leyft sér að fara á nokkrar sýningar þar... það er svooo mikill lærdómur ;)
5. Og svo koma kaliforníu-strákarnir í beach-boys í nóvember... ég verð að fara á þá.... ekki spurning.

já jeminn, það er hellingur sem hægt er að sjá... þetta er bara brot af því besta






Powered by Blogger