Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, maí 26, 2004
 
Borg Englanna og Lærilandið góða!!!
jæja þá er maður aðeins búinn að fá nasaþefinn af LA.... Við ákváðum að keyra meðfram ströndinni inní borgina, þ.a.l. keyrðum við framhjá Malibu-beach og solleiðis. Síðan var ferðinn heitið í gegnum Beverly Hills á leið að Hollywood Boulevard, við sáum bæ ðe vei á leiðinni e-rja kvikmyndaupptöku...kannski sjáumst við í e-rri mynd...gagaaaa... Annars töltum við eftir Hollywood Boulevard og skoðuðum stjörnurnar og hand- og fótförin og solleiðis. Því næst var ákveðið að skella sér inní Chinease Theatre og sjá Troy...sem var barasta ágæt, geðveikir folar, en nokkur skrítin atriði sem pössuðu ekki alveg...en bíóið var geðveikt FLOTT!!! Hey já, áður en að við fórum í bíó þá fengum við okkur að borða....en tókum nú eftir því hvað lýðurinn var alveg að tryllast allt í kringum okkur, sem okkur fannst hálfskrýtið.... en þarna var víst á ferðinni e-r hljómsveit sem heitir AFI, við vissum ekkert í okkar haus...en vorum sáttar við að sjá e-ð frægt fólk ;)
Laugardeginum var síðan að mestum hluta eytt í verslunum...ó mæ god.... alltaf er hægt að gera góð kaup!!! Svo eftir verslunarferðina þá skelltum við okkur út að borða og á e-rn fyndnasta skemmtistað sem að ég hef séð... soltið halló, en við nutum þess :)
Á sunnudeginum vöknuðum við svo til þess að kaupa okkur morgunmat, og borðuðum hann niðrá strönd þar sem að við vorum í frábærri íbúð rétt við Ridondo-beach. Síðan var ferðinni heitið til Santa Monica að heilsa upp á Önnu og Palla, og sjá lífið þar í kring. Þar var verslað enn frekar... uss ég ætti nú bara að vinna við þetta í framtíðinni; versla alla daga :)
Annars er allt komið á fullt í skólanum...enda bara 2 vikur eftir. Sökum þessa mikla álágs er lærilandi aftur komið í gagnið.... en við erum sterkar lifum þetta af :)



Powered by Blogger