Hafnarfjarðarmærin
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
 
Blíðskaparveður alla daga!!!
Svakalega er þetta nú næs, hitinn yfir 20 gráðunum, skínandi sól og fuglasöngur alla daga...ég get sko alveg vanist þessu, þetta eru svokallaðar kjöraðstæður fyrir hana Guðnýju, svona til að hún dafni vel :)
Það er nú ekki hægt að segja að mikið hafi gerst síðan í gær! Ég ákvað nú eftir vinnu í gær að skella mér ásamt Hafrúnu vinkonu minni í Bláa Lónið, alltaf jafn yndislegt að koma þangað... samt er ég með eina betrumbótatillögu; og hún er að koma fyrir einni kaldri laug þarna á svæðið!!! Í þessari bongó-blíðu sem var í gær var maður gjörsamlega að leka niður af hita ofaní heitu lóninu... og urðum við vinkonurnar að hafa svolítið fyrir því að vera ofaní í einn og hálfann tíma (mar fer nú ekki að vera styttra eftir að þurfa að borga 1200 kr ofaní).
í dag var svo ekki mæting í vinnuna fyrr en klukkan hálf þrjú... sem þýddi það að ég nennti ekki framúr fyrr en kl. 10:30 og eyddi nú tímanum fram að vinnu úti í garði...lá þar í pottinum og hlustaði á sólartónlist... svaka næs



miðvikudagur, ágúst 11, 2004
 
Pink rokkar!!!
Í gær vorum við systurnar svo heppnar að fá miða að sjá Pink á tónleikum! Jeminn, ég skemmti mér svoo vel... ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei talist neinn pink-fan... en ég held að ég sé bara orðin smá fan, og langar núna að verða mér út um geisladisk með kellunni. Eftir tónleikana hélt ég svo til ammælisbannsins hennar Bettinu, ég var heldur sein... en náði allaveganna á hana áður en að hún fór í bólið.
Helgin mín var annars alger snilld... ég átti fríhelgi og er ekki hægt að segja annað en að hún var nýtt til fullnustu. Á föstudeginum hittumst við stelpurnar úr verkfræðinni og vöfðum sushi, og viti menn!!! Henni Guðnýju (matvöndu) fannst þessi matur bara alveg HREINASTA SNILLD... þetta kom mjög á óvart og verð ég að viðurkenna að ég er mjög ánægð með þessa nýju uppgötvun, verð við tækifæri að prufa að fara á svona veitingastað. EN þá verð ég að læra að borða með prjónum fyrst...mér voru á endanum boðnir barnaprjónar þetta kveldið, og þáði ég þá með þökkum. Svo var nú bara tekið vel á því og skellt sér á djammið... þetta var hreint út sagt alveg snilldarkveld.
Á laugardeginum skellti ég mér svo uppí Grímsnes í sumarbústað. Oh, það var alveg yndislegt að fara aðeins í sveitasæluna og flatamaga í heitapotti með bjór og soddan. Ég kom svo ekki heim fyrr en seint á sunnudagskveldi og síðan þá er maður nú bara búinn að vera að nýta dagana í vinnu. En Djöfull er veðrið búið að vera gott... maður á ekki orð yfir þetta! Ég er sko alveg að mygla að hanga svona inni. Ég er nú að láta mig dreyma að kigga annað hvort í sund eða bláa lónið ettir vinnu... verð að viðurkenna að bláa lónið heillar meir, þ.a. ef að e-rjum langar með þá er sá hinn sami guðvelkominn :) En jæja nú ætla ég að fara að klára það sem eftir á að gera hér og er svo að pæla í að taka stól út og dóla mér í blíðunni!!!




Powered by Blogger