Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, febrúar 06, 2005
 
Hott hott á hesti
Það er nú aldeilis langt síðan að ég hef skrifað á þessa elskulegu síðu mína. Undanfarið hef ég nú verið á fullu að brasast í ýmsum hlutum; farið á skíði, kennarafagnað o.fl. o.fl. og ekki má nú gleyma því að ég er á fullu að leita mér að vinnu, helst vel launaða og fyrir hádegi virka daga ...þ.a. ef að e-r veit um sniðuga vinnu þá endilega látið mig vita.
Í dag skellti ég mér á hestbak með honum magga vini mínum. Djöfull er nú gaman að fara í útreiðartúr, eini mínusinn á þessu í dag var leiðinlegt veður...hvað varð eiginlega um snjóinn???? Ég vil meiri snjó meiri snjó meiri snjó... mér finnst nefnilega gaman að skella mér á skíði og ekki er mikið hægt að gera það í endalausri hláku. En já aftur að hestunum....eftir útreiðatúrinn tók nú við að moka undan hrossunum og hreinsa hestuhúsið. Ég skammast mín nú fyrir að segja þetta, en ég er svoooo mikið ansk. borgarbarn að ég átti nú í mestu erfiðleikum með að moka úrgang þeirra...ég kúgaðist og kúgaðist og út frá því táraðist ég og táraðirst.....brohh....ekki mjög gott. En þar sem að ég er nú þrjósk þá gafst ég nú ekki upp fyrr en þessu verki var lokið....skoh mína :) Og þar af leiðandi hef ég góða möguleika á að fara aftur á bak í bráð, þá óska ég mér bara betra veðurs og lengri útreiðatúr.

Svo svona undir lokin þá ætla ég nú að láta vita að ég er búin að bæta nýjum link inná listann minn: flökkugeiturnar. Þetta eru tvær hressar skvísur, þær sigrún og viktoría sem að eru á heimsreisu. Endilega kiggið á þetta!!!




Powered by Blogger