Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, apríl 15, 2005
Ferðalag í sumar til þýskalands og frakklands ákveðið :)
Jæja þá er loksins allt komið á hreint ég mun halda af landi brott þann 17. júlí og eyða 4 dögum í karlsruhe hjá þeim stöllum hafrúnu og ríkeyju. Þann 20 verður svo haldið för áfram til nice á frönsku ríveríunni þar sem að ég verð á masterklass námskeiði í 2 vikur +nokkra daga aukalega. Svo verður haldið aftur til íslands þann 7. ágúst eftir 3ja vikna reisu....gagagaaaaa... ég er að deyja úr spennu :)
Annars er líka komin mikill spenningur í mig vegna júróvisjónsins :)... ég hef heyrt frá sumum sem að finnst ég vera að taka þátt fyrir austurríkis hönd... soltið fyndið... ég hefði sko ekkert á móti því að fá að taka þátt, það væri sko "a dream come true" :)