Hafnarfjarðarmærin
fimmtudagur, apríl 22, 2004
 
Jei!!!
Hawaii myndirnar komnar


 
Hawaii myndir!!!
Jæja það kom þá að því að ég skellti inn parti af myndum úr spring break, afgangurinn kemur von bráðar :) Þetta er því miður ekki allt í réttri tímaröð og soddan, en ég held að þið náið heildarmyndinni.
Annars er ég enn á ný komin í helgarfrí, við áttum að vera að fara í ferð til Yosemite en henni var því miður frestað vegna ónógrar þátttöku :( En jæja það er víst nóg sem að maður á eftir að gera þ.a. maður hlýtur að geta látið sér detta e-ð í hug, kannski væri nú gaman að kigga á Channel-Islands og gista þar eina nótt. Æi, mér dettur e-ð í hug, það þýðir ekkert að vera spæld.
Það hefur nú ekki mikið gerst undanfarna daga, bara skólinn og soddan. Nema það að ég sá stærstu hrossaflugu "veraldarsögunnar" í gær, við erum ekkert að grínast búkurinn á henni var ca 15 cm á lengd. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta dulítið skarý....oj.
Svo lentum við í svaka pizzupartýi eftir kennslu í dag, hann Stephen átti nefninlega ammæli og ákvað að bjóða öllum uppá pizzu...nammi namm
En jæja ég óska ykkur bara góðrar helgar!!!!


miðvikudagur, apríl 21, 2004
 
Myndir
ég er á fullu að setja myndir inn á netið, aprílmánuður ætti að vera kominn. Spring break er í vinnslu, þetta eru svo fjandi margar myndir :)


þriðjudagur, apríl 20, 2004
 
Vá ég er að springa úr Hamingju!!!!!
Núna er ég loksins orðin official fartölvueigandi :)


Sjáiði hvað elskan mín er falleg, við Sigga völdum hana saman í dag, ég er að reyna að finna nafn á hana, eitt er komið upp ... en þetta verður ákveðið þegar að ég hef kynnst henni betur :) Núna lofa ég betrumbætum í bloggeríi og myndastuffi, enda kominn tími til.
Já, það er ekki hægt að segja annað en að seinasta helgi hafi verið aldeilis fín; á föstudaginn héldum við krakkarnir grillveislu þar sem grillaðar voru steikur og auddað drukkið ágætlega :) Á laugardaginn byrjuðum við dóra svo daginn á því að fara að heimsækja hann jón í hljóðver þar sem að hann er að semja lag fyrir raftónlistakúrs sem að hann er að taka hérna úti. Þetta var ansi flott og spennandi og er ekki annað hægt að segja að drengurinn er nú með tónlistahæfileika, enda af tónlistarfólki kominn. Rétt eftir hádegi var svo ferðinni heitið uppí fjöll þar sem að við fórum í dágóðann göngutúr. Þetta var alveg svakalega frískandi og gaman, og ekki var nú verra hvað þetta var falleg gönguleið. Þetta var nú aðeins lengra en að við höfðum ætlað okkur, en það var nú bara enn betra....við vorum bara fegin að komast að bílnum áður en að það skall á kolniðamyrkur. Á sunnudagsmorgun byrjuðum við dóra á því að baka fyrir piknikkið sem að við vorum að fara í með leiklistarkúrsinum, og svo vegna þess að það var svo fínt veður þá varð maður nú að skella sér útað laug...læra, hvað er það nú?? Síðan skelltum við okkur svo í pikknikkið og skemmtum okkur aldeilis við að belgja okkur út af mat, fara í frisbee og allskonar skemmtilega leiki :)
Núna er svo komin alvara í þetta að læra á Ukulele-inn minn, þ.a. ég, solla og jón erum búin að festa niður einn dag i viku til þess að hittast og æfa saman...ég verð að geta e-ð fyrir útileigurnar í sumar. Í gærkveldi náði ég þeim áfanga að spila "Happy Birthday", með samt slatti mikið af hnökrum....æi ég hef aldrei spilað á gítar eða neitt, EN þetta mun koma vitið bara til.
En jæja nú er eiginlega kominn tími á að finna til e-rn kvöldmat þar sem að við þurfum að fara skella okkur í nuddtímann.... það verður fótanudd í kveld...god og ég sem er svo svakalega kitlin.... wish me good luck :)



Powered by Blogger