Hafnarfjarðarmærin
föstudagur, janúar 16, 2004
 
Tóta þú ert æði, snillingur, bestust......
Hér í landi kananna er allt alveg FRÁBÆRT, ég og dóra skelltum okkur í bæinn í gær með fullt af þjóðverjum og könum!!!! Þetta var dágott djamm, og heljarinnar fjör :) Við höldum að við höfum hitt gaur sem er mjög líkur aroni(bachelor) við tókum mynd, látum ykkur dæma!!!
Já við kynntumst einum gaur hérna, heitir sam og hann ætlar að kenna okkur Dóru að surfa, á auka bretti (ákkúrat svona gaur sem að ég og Dóra höfum verið að leita að). Einnig ætlar hann að fara með okkur að hæka (hiking) í fjöllunum hér fyrir ofan.... okkur hlakkar svakalega til, og erum mjög ánægðar með þetta catch okkar.
Svo var það nú lika ein stelpa þarna sem að ólst upp í hollywood og hún lofaði okkur því að ræna okkur e-rn daginn og taka okku "shopping and clubbing in LA", sem verður svaka upplifelsi fyrir mig, því að þá mun ég fá að upplifa minn Clueless draum, þetta var mega clueless-babe....ógeðslega fyndið.
Ég er byrjuð í kór hérna, sem samanstendur bara af stelpum, e-ð sem að ég hélt að ég myndi aldrei enda í þar sem að Kallakórar er flottasti, blandaðir þar slatta á eftir og kvennakórar yfirleitt heldur lummó!!!! En þetta er ógeðslega fyndið þar sem að þarna fær maður loksins að finna fyrir hinum væmna kana... þegar maður er kynntur fyrir kórnum á maður aðeins að segja frá sér og svo er spurt með miklum spenningi: "What's your favorite desert??"..... og andrúmsloftið verður rafmagnað, og þegar maður hefur ljóstrað þessu upp, þá fylgja á eftir þessi uhmmm....og ahhhh.... JÁ ég hélt að ég myndi deyja, þetta var VÆGAST sagt ógeðslega fyndið :) En þetta verður sko skemmtilegt upplifelsi, þessi kór ætti allaveganna að geta hjálpað mér með nótnalesturinn, þar sem að hann þarf nauðsynlega að laga.
En nú mun skemmtileg helgi taka við!!! Svo að fleiri fréttir koma von bráðar
Túddiiilúúú.....


 
tótan: nú er komið kommentakerfi og gestabók :) svo var ég að senda þér email, þannig að ég óska öllum góðrar helgrar. helgar? herlgrlar?
anywayss... bjór handa mér!


fimmtudagur, janúar 15, 2004
 
Sælt veri fólkið!!!!
Ég vil byrja þennan póst á að þakka henni tótu minni, þú ert að standa þig prýðilega :) Og jú ég mun bjóða upp á bjór eftir nokkra mánuði...eða þegar þú kemur!!!
Hér er allt búið að vera alveg á fullu, skólinn farinn af stað með ágætis látum, allaveganna erum við alveg á fullu....þetta er bara hálf skrítið að vera í nýju landi, hafa fullt að skoða og gera.... og þurfa svo að setjast niður og læra!!! En við þurfum bara að ná rythmanum í þessu!!!
Hér er alveg svaka stuð og fer hlynandi með hverjum deginum... sem að hentar minni svakalega vel :)
Mig langar rosalega til að geta sett myndir hingað inn, eða link á þær til þess að leyfa ykkur að sjá aðeins hvernig þetta er hjá okkur..... óska eftir hjálp.....
Ef e-r ekki veit þá er e-mailið mitt: gudnyar@hi.is


þriðjudagur, janúar 13, 2004
 
tótan skrifar: hæ elskan éger að krukka í blogginu þínu. :) hafði ekki mikinn tíma, skelli kommentakerfi og gestabók næst.
þú skuldar mér bjór.
kysskyss


mánudagur, janúar 12, 2004
 
Goðann dag! Goðann dag!!!!!
Ja eg var að skriða a fætur eftir að hafa sofið i 14 tima, god hvað maður var orðinn e-ð þreyttur ;)
Helgin er buin að vera alveg frabær!!!!!! Við heldum herna matarboð og party a föstudaginn fyrir islendingana, og var það mega stuð, vorum að langt fram eftir nottu i skemmtunarham.
I gær forum við aftur a moti i hjolaferð uppi skola og svo að hitta liðið til að fara i strandablak....og viti menn maður var barasta orðinn heldur seigur eftir sma æfingatima!!! Eg verð þo að viðurkenna að eg er nu heldur marin a hægri hönd eftir allar uppgjafirnar!!! En það er barast fint að hafa striðsar til að syna þetta!!!!
Eftir hinn finast blakleik var haldið niður a strönd þar sem tekkað var a surfinu!!! Oh eg hlakka svo til að prufa. Auðvitað var guðny mjög æst að koma við kyrrahafið sem fyrst, þannig að eg skellti mer mjög fljott i vaðery ... og viti menn var orðin mjög blaut aður en að langt um leið....alveg eins og eg hafi migið a mig.... en það var bara KUL!!!!!!!
Svo endaði dagurinn a svefni niðri stofu a meðan hinar stelpurnar voru uppi að læra....eg er aumingi, en uthvildur aumingi!!!!!!
En eitt parið sem mætti til okkar a fös bua i LA og eru þau buin að bjoðast til að syna okkur storborgina!!!! Eitt veit eg að þennan mann mun eg hitta og krækja i:


You are going to marry Ashton Kutcher. He is kind
and sweet, but pulls a lot of pranks (and
probably quite a few on you too!!)and can
always make you laugh.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla






Powered by Blogger