Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, febrúar 20, 2005
 
í dag var opinn hús í söngskólanum í tilefni vetrarhátíðar í reykjavík. Ég var mætt galvösk uppí skóla um kl. 14 og átti að fara í söngtíma....þetta var mjög skrítið þar sem að hurðin var opin á stofunni og fólk að koma inn og út. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið stressandi...en samt bara gaman. Og gaman að sjá hve margir sáu sér fært að mæta og kynna sér starfsemi skólans.
Á þriðjudaginn seinasta skellti ég mér í bíó að sjá "million dollar baby" sem að var bara ein sú besta mynd sem að ég hef séð og vil ég hvetja alla til að fara að sjá hana. Í kvöld er svo stefnan að fara að sjá "Closer".... ekki slæmt að sjá mynd með svona svakalegum hönkum eins og jude law og clive owen...mmhmhmmm.... Stefnan er sett á að reyna að sjá slatta af þessum óskarsverðlaunamyndum.... það er bara allt of mikið í boði.
Helgin mín var annars bara mjög fín....byrjaði auddað á idol-glápi :)... og svo var skellt sér á gaukinn að hlusta á nokkur bönd, og má þá helst nefna skemmtilegu hljómsveitina Lirmil! Þar var gætt sér á nokkrum öllurum og skemmt sér. Svo í gærkveldi vorum við nokkrar stelpur með spilakvöld og léttvínsþamb.


þriðjudagur, febrúar 15, 2005
 
Góðann daginn !!! Síðan frá hestaferðinni fyrir viku síðan hef ég verið að berjast við kvef...alltaf jafn heppin og það þegar að æfingar fyrir tónleika standa sem hæst ;) En þetta er nú eiginlega alveg horfið úr systeminu þannig að ég ætti nú að hrósa happi að vera ekki kvefuð á meðan á tónleikunum stendur. Þessir blessuðu tónleikar sem að verða haldnir 1. mars eru fyrstu tónleikarnir mínir í 2 ár....og ég verð að viðurkenna að ég er nú bara farin að hlakka til, ótrúlegt en satt :)
Helgin var bara aldeilis fín hjá mér, á föstudeginum fór í í matarboð slash idol-partý og á laugardeginum var það enn annað matarboð og spilakveld. Þar sem að ég er nú alger idol-fan þá missi ég sko ekki af þætti....þetta er svo fjandi skemmtilegur þáttur. En já nú er þessi keppni aldeilis orðin spennandi...það er svo erfitt að henda e-rjum út.



Powered by Blogger