Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, febrúar 27, 2005
 
Vor í lofti!
Vá hvað það er nú búið að vera æðislegt veður undanfarna daga, hlýtt og gott og sólin er barasta búin að skína dálítið... ég hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu þ.e. ég vil endilega reyna að komast meira á skíði en ég er nú í þessum hlýindum farin að hugsa til þess að fara að taka línuskautana fram :)
Ég skellti mér í gær í útskriftarveisluna hjá ríkey og eftir það á alveg stórskemmt spilerý hjá hljómsveitinni jágúar og e-rs techno-jazz-bands frá parís. Þetta var alveg svakalega flott og skemmtilegt.
Í dag gerðist maður svo bara duglegur og var mætt í ræktina snemma, ekki slæmt hjá tjellingunni og svo er nú bara stefnt á smá dugnað í lærdómi. Ég er svo að vonast til að ég hafi e-rt þol í óskarsverðlaunahátíðina í nótt....en reynslan er alltaf sú að ég lek útaf um kl. 1....alger hæna


laugardagur, febrúar 26, 2005
 
Kraftaverk!!!
Já ég aldeilis kom sjálfri mér á óvart um daginn þegar að ég komst að því að ég get borðað lax. Ég er ein af þeim manneskjum sem að aldrei hef getað borðað fisk og varð ég því auðvitað mjög glöð þar sem að ég veit að fiskur er svo góður fyrir mann :) Já kraftaverkin gerast enn...hver veit nema að ég geti bráðum borðað silung....Jih þetta er svo spennandi.

Í gær hélt ég mig heima við alveg límd við skjáinn....þetta idol tekur alveg af manni alla löngun að fara úr húsi á föstudagskvöldum. Keppnin er orðin svo hörð að maður er alveg með í maganum yfir cöttunum.... en það verður að segjast að allir séu alveg svakalega góðir. Seinustu cött eru þó búin að vera alveg sanngjörn, en ég hef trú á því að allir fái e-ð að gera eftir keppnina.

Í kvöld verður svo kíkt í útskriftarpartý hjá henni Ríkeyju og svo ætla ég að skella mér á Nasa að hlusta á Jagúar spila.



Powered by Blogger