Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, mars 02, 2005
Tónleikum lokið!!!
Úff púff núna er tónleikunum lokið, og þar með stressinu mínu. Verð þó að viðurkenna að ég var barasta asskoti róleg þar til svona 30 mín fyrir tónleika, og skal ég nú segja ykkur það að það er MIKIL framför :) Þetta gekk svo bara ágætlega, mar er alltaf að bæta sig....en auddað var ekki allt eins og ég vildi hafa það, en það er það held ég aldrei!
Í dag er gamla settið svo á leiðinni enn eina ferðina til kanaríeyja, það mætti sko halda að það væri ekki til neinn annar sólarstaður en það. En það verður aldeilis fínt að hafa húsið fyrir sig (og lítla bró) í rúmar tvær vikur :)