Hafnarfjarðarmærin
laugardagur, janúar 24, 2004
 
Jæja gott fólk og gleðilega helgi!!!!
Þetta er lærdómshelgi dauðans að okkar mati, og erum við skvísurnar farnar að halda að við séum hérna í "study camp", okkur finnst við alltaf vera að læra :( Jamms, það er mikið að gera, en ég held að góða veðrið geri þetta allt miklu erfiðara ef að þið skiljið mig!!
Á fimmtudaginn skelltum við Dóra okkur í fyrsta skipti í surf, og skemmtum okkur þetta þvílíkt mikið :) Maður var nú samt alls ekki að ná að standa upp, mín var sko ekki á byrjendabretti...en það mun koma fljótt. Ég var auðvitað þvílíkt að fíla mig í þrönga fallega blautbúningnum mínum....ég fílaði mig það vel að ég var sprangandi í honum í 40 mín ca. eftir að við komum upp úr sjónum ;) (En það var einunigis vegna lélegrar skipulagningar við þjóna okkar.


Í gær tókum við svo að okkur að passa eitt íslenskt kríli hérna...við ætluðum að fara við 4 píurnar og læra um leið....en NEI okkar íslensku gæjar URÐU að koma með okkur og leiddi það til þess að ekkert var lært og múttan og púttinn komu heim um kl. 00:30....og þá var byrjað að drekka og komum ekki heim fyrr en kl. 5!!!!! Gaaa... hvað maður er skynsamur


fimmtudagur, janúar 22, 2004
 
sælt veri fólkið, ég ákvað að sýna ykkur vikulegt thing hjá okkur íslensku krökkunum það er "Blakið"

align="íslensku gellurnar kunna að njóta sín í góða veðrinu" align="left">


Annars var surfferð áðan af því koma myndir og sagan seinna ... ég er nebbla að elda lasagna


miðvikudagur, janúar 21, 2004
 
Hér er húsið okkar :
Jamms, ákvað að prófa þetta myndadót, annars er hún dóra alls ekki nógu fljót og duglega að setja myndir á netið til þess að ég geti sett hingað inn.... ef þetta heppnast þá er framhald von bráðar :)þriðjudagur, janúar 20, 2004
 
Jæja góðann daginn gott fólk!!!
Dagurinn í dag var barasta skrambi erfiður...ég mætti í skólann kl. 11 (ég mæti aldrei fyrr) og var stanslaust í tímum til kl. 19, það er 8 klst. án pásu...... GOD ég er svooooo þreytt e-ð :)
Í gærkveldi byrjaði ein sú þáttaröð sem að ég elska mest....það geta örugglega margið giskað á rétt..... the American Idol....jei jei jei... og það besta er að það er alltaf sýnt 2 kvöld í röð, þ.a. áður en að mín byrjar að læra þá ætlar hún að horfa á fyndið (oft laglaust) fólk.....gaaa.... hvað það er nú gaman :)
Í gær áður en að við hittum krakkana til að fara í blak, þá skelltum við dóra okkur niðrí isla vista (sem er svona stúdentasvæðið) og í surfbúðina þar, þar voru mátaðir og keyptir blautbúningar.....ó mæ god.....þetta var svakalega erfitt....gunni segir að lýsingin sem að best eigi við að troða sér í þetta sé; að troða sér í fullvaxinn, þröngann smokk.... jah, allaveganna tók þetta á!!!! Já svo er maður nú svo spengilegur og sætur að maður á aldeilis eftir að slá í gegn á ströndinni ;)
Jáh, eitt er allaveganna víst.... ENGINN fær að taka mynd af mér í þessu....


mánudagur, janúar 19, 2004
 
Ég var að bæta inn svona linkadóti.... ef að ég er að gleyma e-rjum.... látið þá í ykkur heyra


 
Martin Luther's Day!!!!!!!
Já í dag er hátíðisdagur hérna í USA þ.a. við þurfum ekki að mæta í skólann, vei vei vei.....maður ætti því að vera duglegur að læra, en nei, það er ekki alveg að ganga upp hérna að samhæfa skólann og nýja glamúr lífið!!!!!
Helgin var aldeilis fín!!! Við bökuðm (eða sigga bakaði) súkkulaðiköku á föstudaginn og buðum íslensku krökkunum, eftir það var haldið í pottinn með bjór, og síðan skellt sér út á lífið..... mega fjör, Britney er vel að gera sig hérna á skemmtistöðunum. Það fyndna við að djamma hérna er að hvergi má fólk sjást á götunum haldandi á áfengi, ég gerði þau mistök að labba út af skemmtistaðnum með bjórflöskuna í hendinni og hélt ég barasta að himinn og jörð væru að farast...dyravörðunum brá svona svakalega....en þetta er víst skárrra en í mörgum öðrum fylkjum, í Utah má víst ekki fá vín nema að skrifa undir e-rja yfirlýsingu fyrst :) Já það er ekki alls staðar jafn auðvelt að vera og á Íslandi :)
Í gær fórum við í risa RISA outlet markað, og þar var deginum eytt í kaupaleiðangur, ég missti mig aðeins í Ralph Lauren, GAP og Nike. Ég keypti alveg dágóðann slatta... og það góða var að ég eyddi barasta alls ekki miklu !!!!!! $$$$$$$$$$$ EKKI SLÆMT :)
Annars er ég á leiðinni niðrí surfbúð að kaupa mér einn níþröngan surfgalla og svo erum við á leiðinni í blak :).... svo verð ég að fara að læra, annars má ég ekki horfa á fyrsta þátt idolsins í kveld
kveð í bili
lifið í lukku en ekki í krukkuPowered by Blogger