Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, maí 16, 2004
 
Drottining hraðbrautanna!
Góðann daginn gott fólk!!!
Á föstudaginn var nú ferðinni heitið í rennibrautargarð, við dóra ákvaðum að vakna og hita upp með því að skella okkur í tennis fyrst. En NEI....sundlaugargarðar eru bara opnir um helgar, ég varð nú svolítið spæld :( Í stað vatnssulls þá skelltum við okkur 4 saman niðrí bæ...og viti menn að guðný var driverinn. Þetta er í fyrsta skipti sem að ég keyri bíl annars staðar en á okkar fallegu eyju, ég fékk nú smá svona cluless moment þegar að ég fór fyrst inná hraðbrautina...en ég stóð mig bara vel að mínu mati.
Í gær var svo Eurovision-partyið mikla, og var hið mesta fjör hérna á marymount way. Hérna var grillað og keyptur bjórkútur og alles, og svo til að kæla okkur niður þá var nú skellt sér í sund og solleiðis. Partýið entist nú í alveg 12 klst, þ.e. frá 12 á hádegi til 12 á miðnætti. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var nú heldur slök júróvisíon keppni...lögin eru flest ekki einu sinni skemmtilega hallærisleg...en nokkur stóðu nú við sitt :)
Núna í dag á svo hún Arndís Dúna 1 árs ammæli .... TIL HAMINGJU LITLA MÚS!!!..... og erum við því að fara að skella okkur í alíslenskt pylsupartý með SS-pylsum.


föstudagur, maí 14, 2004
 
Jei rennibrautagarður á morgun og eurovision-party aldarinnar hinn!!!
Eins og vanalega þá er þessi helgi alveg uppbókuð....manni leiðist sko ekki hérna í barbílandi :) Á morgun ætlum við að skella okkur í rennibrautargarð rétt fyrir utan LA, ... og þeir sem þekkja mig ættu nú að vita hvað ég hlakka til.
Annars var ég að skella inn smá parti af vegas ferðinni....rest kemur síðar!!!


mánudagur, maí 10, 2004
 
Mother's Day Weekendi in Vegas!!!!
Jeminn eini... þessi helgi var alger SNILLD! Við skelltum okkur fimm saman í "Syndaborgina" Vegas til þess að upplifa alveg magnaða stelpuhelgi...og ó mæ god það heppnaðist sko :)Fyrsta kveldið gerðum við okkur heimakomnar á hótelinu og eyddum dágóðum tíma í Casino-inu ásamt því að rölta aðeins um og skoða næturlífið. Daginn eftir var svo skellt sér á eitt svakalegasta morgunverðarhlaðborð sem að ég hef á ævinni séð, ég held að ég hafi aldrei áður verið eins södd. Svo var leiðinn haldið út að skoða. Þetta er nú aldeilis mögnuð borg, alger gerviheimur....ég er búin að sjá það helsta úr New York, Paris og Feneyjum (nú þarf ég ekkert að fara þangað :)), þar sem að bæði inná hótelum og fyrir utan eru algerar eftirmyndir helstu kennimerkja borganna. Svo þurfti maður nú að vera svolítið flippaður og skella sér í rússíbana sem að var staðsettur utanum New-York New-York hótelið.... hann leit alls ekkert svakalegur út, en mæ god, ég var gersamlega með hjartað í brókunum, þetta var allsvakalegt. Um kveldið var svo haldið á Chippendales-show á Rio-hótelinu, þetta var eitt það fyndnasta sem að ég hef séð um ævina og ætlaði ég ekki að geta haldið aftur af tárunum sem að láku niður kinnarnar...jeminn eini!!! Eftir þetta var svo haldið á næturklúbb og dansað fram í nóttina!!! Svo var dagurinn í dag nýttur í það að skoða það sem eftir átti, og náðum við því sko ekki og svo var haldið af stað heim þar sem að 6 klst keyrsla var fyrir höndum. Þetta var hreint frábært og hlakka ég mikið til að sýna myndir af þessu, hendi þeim inn mjög fljótlega! Góða nótt



Powered by Blogger