Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, maí 19, 2004
 
Verð komin heim á Frónið árla morguns þann 15. júní!!!
Núna er loksins komið á hreint hvenær ég mun yfirgefa barbílandið mitt hérna í kaliforníu. Ég legg af stað héðan snemma morguns þann 14. júní og kem heim snemma morguns þann 15. júní, gvöð hvað maður á eftir að verða ruglaður á þessum tímamismuni. Það sorglegast við þetta allt saman er að ég fer ALEIN í flugvél...þ.a. sit í flugvélum samanlagt 12-13 klst :( Það á eftir að verða ansi strembið, þar sem að ég HATA að fljúga...ég er bara svooo óþolimóð. En ég á tölvu núna þ.a. ég get horft á myndir og svo verður maður barasta að hafa nóg að lesa :)
Annars er það LA, borg englanna um helgina hjá okkur og er mikil tilhlökkun fyrir því að sjá kvikmyndaborgina miklu....allaveganna að sjá e-ð annað en LAX sem að ég hef skoðað nokkrum sinnum....
en yfir og út


sunnudagur, maí 16, 2004
 
Drottining hraðbrautanna!
Góðann daginn gott fólk!!!
Á föstudaginn var nú ferðinni heitið í rennibrautargarð, við dóra ákvaðum að vakna og hita upp með því að skella okkur í tennis fyrst. En NEI....sundlaugargarðar eru bara opnir um helgar, ég varð nú svolítið spæld :( Í stað vatnssulls þá skelltum við okkur 4 saman niðrí bæ...og viti menn að guðný var driverinn. Þetta er í fyrsta skipti sem að ég keyri bíl annars staðar en á okkar fallegu eyju, ég fékk nú smá svona cluless moment þegar að ég fór fyrst inná hraðbrautina...en ég stóð mig bara vel að mínu mati.
Í gær var svo Eurovision-partyið mikla, og var hið mesta fjör hérna á marymount way. Hérna var grillað og keyptur bjórkútur og alles, og svo til að kæla okkur niður þá var nú skellt sér í sund og solleiðis. Partýið entist nú í alveg 12 klst, þ.e. frá 12 á hádegi til 12 á miðnætti. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var nú heldur slök júróvisíon keppni...lögin eru flest ekki einu sinni skemmtilega hallærisleg...en nokkur stóðu nú við sitt :)
Núna í dag á svo hún Arndís Dúna 1 árs ammæli .... TIL HAMINGJU LITLA MÚS!!!..... og erum við því að fara að skella okkur í alíslenskt pylsupartý með SS-pylsum.Powered by Blogger