Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, maí 19, 2004
 
Verð komin heim á Frónið árla morguns þann 15. júní!!!
Núna er loksins komið á hreint hvenær ég mun yfirgefa barbílandið mitt hérna í kaliforníu. Ég legg af stað héðan snemma morguns þann 14. júní og kem heim snemma morguns þann 15. júní, gvöð hvað maður á eftir að verða ruglaður á þessum tímamismuni. Það sorglegast við þetta allt saman er að ég fer ALEIN í flugvél...þ.a. sit í flugvélum samanlagt 12-13 klst :( Það á eftir að verða ansi strembið, þar sem að ég HATA að fljúga...ég er bara svooo óþolimóð. En ég á tölvu núna þ.a. ég get horft á myndir og svo verður maður barasta að hafa nóg að lesa :)
Annars er það LA, borg englanna um helgina hjá okkur og er mikil tilhlökkun fyrir því að sjá kvikmyndaborgina miklu....allaveganna að sjá e-ð annað en LAX sem að ég hef skoðað nokkrum sinnum....
en yfir og út



Powered by Blogger