Hafnarfjarðarmærin
laugardagur, júní 26, 2004
 
Rok og rigning útí eitt
Jeminn hvað veðrið á þessu landi getur verið endemis leiðinlegt :( Í gær í vinnunni var eins og hellt úr fötu, maður gersamlega skalf úr kulda og var orðinn alveg blautur í gegnum öll regnfötin...brrr... Og veðrið í dag er nú ennþá verra, enda er ég ekki enn komin framúr, á svona dögum vill maður bara liggja undir sæng og horfa á sjónvarp eða lesa.
Stefnan í dag er svo sett í að drattast framúr polunni og fara að kjósa, og endilega að skella mér að gera e-ð sniðugt :)
Undanfarnir dagar hafa liðið alveg einstaklega hratt. Ég er búin hitta alla efnaverkfræðikrakkana í saumó, svona til að fá updeit frá hvoru öðrtu um seinustu 6 mánuði. Svo var mér nú boðið á forsýningu á söngleiknum FAME, sem að ég verð að viðurkenna að ég mæli ekkert sérstaklega með. Þetta var með einstökum verslóblæ, dansinn var svakalega flottur, en söngurinn og leikritið sjálft barasta ekkert spes. En þetta var þó góð afþreying.


mánudagur, júní 21, 2004
 
Komin heim á frónið góða!!!
Jæja það kom þá loksins að því að ég kæmi tölvunni minni í samband og næði að tengja hana á netið.
En ég er nú komin heim í fjörðinn fagra, en verð þó að viðurkenna að ég ber vissan söknuð strax til Santa Barbara. Annars hefur verið alveg svaka fjör hérna, maður er aldeilis búin að djamma mikið og hitta vinina, og fengið barasta að njóta frábærs sumarveðurs hérna...en í dag var glampandi sólskin og 20 stiga hiti :) ekki slæmt það!!! Það hefði nú mátt vera svoleiðis á 17. júní, þar sem að ég tók að mér 13 klst vinnu við hátíðahöldin niðrí bæ....en ég er bara sterkari fyrir vikið. Ég er alveg komin á fullt í vinnu og hef bara gaman af því, það er nú alveg þvílíkt fínt að fá að vinna úti allan daginn!!!
En jæja ég ætti nú að fara að hendast í bólið þar sem að ég byrja daginn mjög snemma...góða nóttPowered by Blogger