Hafnarfjarðarmærin
sunnudagur, september 19, 2004
 
Jeij...beach boys bara að fara að mæta til landsins :)
Það er nú meira hvað er mikið af alls kyns atburðum í gangi hér á landi.... fullt af erlendu hæfileikafólki hefur lagt leið sína hingað og held ég barasta að aldrei hafi jafn margir heimsfrægir hljómlistamenn komið hingað til lands á einu ári. Þetta er alls ekki slæmt, nema þá fyrir budduna...og svo er nú ekki lítið að gerast í íslensku leikhúsunum...jeminn það er svooo margt sem að ég á eftir að sjá:

1. Daimien Rice er á fimmtudaginn
2. Svo er airwaves nú að fara að tröllríða öllu 20-24 okt, það þarf maður að kigga á fullt...ætla pottþétt að sjá keane og vestufirsku strákana í nine-elevens... og svo er helling meir sem að vert er að skoða
3. svo eru það leiksýningarnar
-Edith Piaf, algjört möst að sjá....fer að panta miða nú þegar
-Paris at night, held að það sé líka önnur eins snilld
-Chicago, sem að mig langaði ekkert svakalega að sjá, en hef heyrt svoooo góða hluti
4. og svo er nú hellingur um að vera í óperunni í vetur...mar getur nú kannski leyft sér að fara á nokkrar sýningar þar... það er svooo mikill lærdómur ;)
5. Og svo koma kaliforníu-strákarnir í beach-boys í nóvember... ég verð að fara á þá.... ekki spurning.

já jeminn, það er hellingur sem hægt er að sjá... þetta er bara brot af því besta





föstudagur, september 17, 2004
 
Góðann dag og gleðilega helgi!!!
Jæja núna er enn ein skólavikan búin og helgin að taka við. Ég held að þessi helgi verði bara tekin rólega og nýtt til lesturs og lærdóms... og svo þarf maður að æfa sig í söngnum og undirbúa söngtíma, þar sem að ég er komin með einn nemanda (soltið spennó).
Ég er búin að fjárfesta mér í miðum á Damien Rice tónleikana sem að verða á fimmtudaginn og hlakka ég mikið til :) Hann er alveg einstaklega flottur tónlistamaður.
Í gær byrjaði svo nýja uppáhaldsserían mín Alias, jeminn hvað þetta er alltaf jafn spennandi... en ég verð að viðurkenna að ég er vön á að vera að horfa á þettaí maraþoni, svona 6-8 þætti í senn og fannst þetta því heldur stuttur þáttur og var alls ekki nógu sátt við að vera skilin eftir svona alveg í lausu lofti. En ég bíð spennt ettir næsta þætti.
En jæja ... vonandi hafiði það gott um helgina




Powered by Blogger