Hafnarfjarðarmærin
laugardagur, október 02, 2004
 
Gærkveldið
Vá, gærkveldið var nú ansi vel heppnað. Við byrjuðum á því við stelpurnar að hittast og panta pizzu og horfa á idol, og auddað var aðeins byrjað að sulla smá í hvítvíni yfir því :) ...En já alltaf er jafn gaman að fylgjast með idol, ég bara dáist að þessu fólki að þora þessu...bara að drífa sig og slá til er mega sigur. En ég er auddað algert fan af svona raunveruleikaþáttum og á eftir að vera dyggur áhorfandi :)
Eftir idolið var ferðinni síðan heitið niðrí háskóla á oktoberfest. Þar var aldeilis margt um manninn og alveg svaka fjör. Ég hitta alveg fullt af fólki sem að ég hitti nánst aldrei og skemmti mér alveg konunglega. Svo endaði nú fjörið niðrí bæ þar sem að við skelltum okkur að dansa á hressó og hverfisbarnum.
Eftir bæinn fór ég með sigrúnu og við sváfum heima hjá ömmu hennar og afa, hún var nefnilega að passa íbúðina þeirra. Af e-rjum sökum var sigrún hin ruglaðasta þessa nótt, var á fullu að spjalla við mann (uppúr svefni bæ ðe vei) og hlaupandi fram að elta e-ð fólk sem að átti að vera þarna... já þetta var ansi fyndið og skemmtilegt fyrir mig :) En við vöknuðum eldsnemma í morgun við fólkið á efri hæðinni, sem annað hvort var að ganga mikið um á háum hælum eða færa stóla til á fullu... en þegar að ástandið róaðist aðeins þá sofnuðum við aðeins aftur. Svo skellti ég mér aðeins í leikfimi og ætla nú að fara að koma mér til þess að læra...og svo verður bara stefnt á kósý vidjókveld í kvöld!!föstudagur, október 01, 2004
 
Oktoberfest!!!!
Í kvöld verður hin árlega oktoberfest haldin í HÍ og auðvitað ætla ég að mæta ... enda var heljarinnar fjör í fyrra :) Spurningin er að hittast nú aðeins fyrst og byrja aðeins að sulla yfir idolinu sem að er að fara að hefjast í annað sinn :)
Í gærkveldi var farið í matarboð til ömmu og afa, og eftir það kiggaði ég í bíó með magga og vinum hans.... ó mæ gód... þetta var svoooo fyndin mynd, Anchorman (örugglega vitlaust skrifað) en ég mæli alveg hiklaust með henni.
Hérna í fyrradag fékk ég sendingu frá henni sollu minni í usa, ég fékk svona stillara til þess að stilla ukuleleinn minn... auk þess að vera stillari þá er þetta líka taktmælir og tóngjafi... og getur spilað hrynmyndir. Já þetta er alger trylligræja :) og þýðir þetta það að ég er búin að glamra ansi mikið á þetta fallega hljóðfæri mitt og alveg búin með nöglina á vísifingri... og er ég nú að pæla, er leim að spila á ukulele með nögl??????
En yfir og út... verð að fara að mygla í straumfræði
Powered by Blogger