Hafnarfjarðarmærin
laugardagur, október 23, 2004
 
Hillumálin búin að reddast!!
já það má með sanni segja að þessi hillukaup mín hafi gengið "svolítið" illa... en á endanum fannst þessi elskulega hilla inná lager hjá IKEA og er komin inn í mitt fagra herbergi. Ég og mamma vorum í marga klukkutíma að raða þessari elsku saman, vorum alveg pungsveittar við þetta....og er afraksturinn alveg hreint æðislegur :)
Í gær skellti ég mér í fyrstu vísindaferðina mína í langan tíma. Ferðinni var heitið í verkfræðingafélagið, þar sem að var alveg ROSA langur fyrirlestur...þetta var alveg fínt það sem að þau höfðu að segja, en eilítið of langt. Eftir fyrirlesturinn fór síðan áfengið að fljóta og hresstist maður alveg aldeilis við ;) Eftir vísindaferðina var síðan farið niðrá hverfisgötu í e-rn sal þar sem að skákmót fór fram. Þar sem að ég kann ekki einu sinni mannganginn í skák þá skráðum við viktoría okkur saman í lið... ég entist ekki lengi við taflið... og viktoría entist þar til að hún fékk góðann mótherja...hóst hóst ;) Síðan var haldið heim í hafnarfjörð í partý, og þegar að það kom að því að fara niðrí bæ aftur, þá varð ég alger tjelling og ákvað bara að fara heim í poluna...enda er stefnan að djamma attur í kvöld. Maður verður nú að vera svolítið skynsamur ;)
Já í kvöld er stefnan sett á Grand Rokk þar sem að hljómsveitin hans bjarka "nine/elevens" er að spila í kveld. Ég hef nú ekki séð þá...en þetta er víst skemmtileg þungarokkshljómsveit, og ætlum við í stelpugenginu að rokka feitt við þeirra fínu hljóma!!!

Powered by Blogger