Hafnarfjarðarmærin
mánudagur, október 25, 2004
 
God hvað ég er þreytt... ég var að koma úr mongó erfiðum tíma í sporthúsinu. Það má allaveganna segja að ég hafi svitnað vel, sem að er ekki slæmt.
Ég var nú aðeins að taka til á tenglalistanum mínum, fattaði að ég hafði ekki updeitað hann lengi o.þ.a.l. vantaði að bæta ríkeyju sem er í þýskalandi í námi og eyju sem að er í danmörku...sorry stelpur, en núna kippti ég þessu í liðinn :)
Laugardagskveldið var nú bara ansi fínt, við fórum að sjá bjarka og félaga í nineelevens í rokkandi fíling á grand rokk. Þetta var hin fínasta hljómsveit, ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega inní þungarokkinu en þetta var miklu skemmtilegra en að ég bjóst við.... og ekki eru sagðir leiðinlegir hlutir um strákana í mogganum í dag... til lukku segi ég bara.
Gærdagurinn var svo alger innidagur, ég fór EKKERT útúr húsi allan daginn, það hefur nú ekki gerst í langann tíma. Með engu móti nennti ég að læra...en eyddi hellings tíma í tiltekt...núna eru sko allir skápar og skúffur vel skipulagðar á ný :) og svo var auddað dágóðum tíma eytt fyrir framan imbann. Ég er komin inn í Apprentice á stöð 2... ég var búin að dæma þennan þátt svo mikið, ég ætlaði sko aldrei að horfa á þennan leiðinlega donald trump... en ég datt óvart inní þetta og varð svona líka rosa spennt. En ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki ánægð með kynsystur mínar...þær gera ekkert nema að rífast, hneyklast og baktala...eða þá fá of stórann skammt af stjórnsýki eins og þessi sem fór í gær. Allir kallarnir vinna bara vel saman og hafa barasta gaman af því... og eru alveg að meika það
Powered by Blogger