Hafnarfjarðarmærin
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
 
Grátur og gnístan tanna
Bu hu...í dag yfirgaf hann sesar ljómi heimilið okkar og erum við í familíunni svolítið miður okkar, finnst barasta hálftómlegt hérna. Aldrei bjóst ég við að vilja eiga hund...en ef að þið vitið um Cavalier King Spaniel hvolp þá endilega látið okkur vita.
Það er nú meira ferðaveðrið búið að vera í dag...vegna ófærðar og leti minnar að setja vetrardekk á mína fögru kerru þá varð ég að sleppa tímunum sem að ég átti að mæta í uppí HÍ í morgun. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið slæmt að sofa lengur...og kúra aðeins í hvuttann :)
Á sunnudaginn ætlum við stelpurnar að fara á tónleika með hinum frægu "Beach Boys", ágætt að fara inn í sólarfílinginn úr frostinu og snjónum.

E-ð er nú að gerast á þessari yndislegu síðu, engin komment né myndir vilja birtast...fjandans vesenþriðjudagur, nóvember 16, 2004
 
Snjór snjór snjór...og mig langar á skíði!!!!
Er það kannski alger bjarsýni að halda að skíðasvæðin opna í bráð....allaveganna ef að það verður opið um helgina þá ætla ég að mæta í brekkurnar :)
Ferlega er nú gaman þegar að það snjóar svona...það tók mig 1 klst að keyra heim úr skólanum áðan. Undir venjulegum kringumstæðum væri maður sko ekki sáttur, en núna tók jólaskapið öll völd...og sat ég því í bílnum og söng með jóladisknum þeirra borgardætra (mæli með honum fyrir alla)... ég veit að ég er svolítið snemma í því, en jólin eru bara svo yndisleg :)
Undanfarna viku höfum við í familíunni verið að passa hund, að nafni Sesar Ljómi. Hann er af tegundinni Cavalier King Spaniel e-ð, og verð ég að viðurkenna að hundafælan (ég þá) er alveg að deyja yfir því hve mikið mig langar að eignast hund núna. Hann er alger kúruhundur sem að vill alltaf vera hjá manni og svo er maður auðvitað duglegur að viðra hann. Í gær lentum við nú í því sem að ég undir venjulegum kringumstæðum myndi kalla skuggalegar kringumstæður....við vorum úti að labba og að okkur kemur þessi stóri hundur, sem að gekk laus. Venjulega myndi ég alveg stífna af hræðslu, en ég var ekki einu sinni smeyk. Þ.a. ég verð því að segja að þessi hundapössun hefur gert mér alveg svakalega gott :)
Helgin seinasta var alveg svakalega fín. Á föstudeginum tókum við stelpurnar þátt í hinum árlegu fáránleikum. Við slógum alveg í gegn sem liðið Scooter,þ.e. við gerðum okkur alveg svaka ljósabrúnar og spreyjuðum hárið okkar hvítt eins og sjá má á myndinni. Eftir fáránleikana var síðan haldið í karókí á e-rjum tælenskum skemmtistað....og mæ hvað það var svaka gaman, og maður fékk að syngja alveg fullt ;) Síðan var bara endað í e-rju hasarpartýi á laugarveginum.

Á laugardeginum var svo fjölskylduboð hérna heima í tilefni þess að amma mín hefði orðið 100 ára. Um kveldið fór ég síðan að hitta maríu og berglindi ýr...við áttum fína kveldstund í því að horfa á hina snilldarlegu teiknimynd "Finding Nemo" og svo tók singstar við....vá há hvað það er gaman í því....bráðum verður fint party haldið með þessu ;)

Powered by Blogger